Við styðjum Höllu Tómasdóttur í framboði
til forseta Íslands

Við viljum hugrakkan, heiðarlegan og hlýjan forseta og treystum Höllu best til að vera í senn sameiningartákn þjóðar og leiðtoga sem stendur í fæturna ef þurfa þykir.

Vilt þú birtast hér?

Senda nafn og mynd

G.Gísli Guðmundsson

Halla gerir allt vel sem hún gerir og verður frábær forseti.

Bára Kristinsdóttir

Halla vill leggja málefnum eins og jafnrétti og loftslagsmálum lið og hún hefur orku og getu til þess. Ég vil forseta sem hefur rödd og nýtir hana til brýnna verka og skilar í senn okkar landi og þjóð sóma.

Þráinn Farestveit

Halla hefur að bera víðsýni og mikla og góða tilfinningu fyrir mannlegum gildum. Halla er einstaklega hlý og kærleiksrík. Halla fær minn stuðning.

Bjarki Sigfússon

Já takk!

Guðmundur Hrafnkelsson

Halla hefur mikla og fjölbreytta reynslu bæði innanlands og utan sem munu nýtast henni vel í forsetaembættinu.

Lilja Ragnarsdóttir

Ég vil öflugan einstakling á Bessastaði Halla geislar af krafti, heiðarleika og áræðni, hún er talsmaður jafnréttis fyrir alla. Þess vegna styð ég Höllu.

Jóhanna Pálsdóttir

Ég styð Hōllu. Hún er vel máli farin, réttsýn og lætur sig samfélagið varða. Reynsla hennar og tengslanet gera hana mjōg hæfa til að verða þjóðhōfðingi landsins.

Inga Guðrún Birgisdóttir

Loksins kominn fram á sjónarsviðið frambjóðandi sem mig langar til þess að kjósa. Áfram Halla!

Áslaug Baldursdóttir

Ég styð Höllu.

Rannveig Guðmundsdóttir

Halla er frumkvöðull. Hún er sterkur og hæfileikaríkur einstaklingur og lífsreynsla hennar er gott veganesti á Bessastaði. Ég styð þessa hlýu, bjartsýnu og einstöku konu til æðsta embættis þjóðarinnar.

Helga Guðmundsdóttir

Ég er búin að þekkja Höllu í rúm 30 ár - hún er einstaklega dugleg, framtakssöm, einlæg og hreinskilin. Henni treysti ég svo sannarlega til að vera landi og þjóð til sóma.

Ester Martinsdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg og hefur einstaka reynslu af því að leiða saman fólk til jákvæðra framfara. Hún er leiðtoginn sem Ísland vantar, hún mun sameina fólk en líka þora að standa í lappirnar. Hún mun taka utanum þjóðina, virkja visku hennar og sköpunargáfu til þess að gera gagn og láta gott af sér leiða.

Gísli B. Ívarsson

Ég styð Höllu.

Guðný Pálsdóttir

Ég vil fallega, duglega og hjartahlýja konu sem veit hvað lífið er og Halla Tómasdóttir er sú sem ég myndi treysta fyrir landi og þjóð

Margrét Kristmannsdóttir

Halla er einstaklega mennsk, jákvæð og hrífandi kona. Hennar stærsti kostur er að hafa einstaka sýn, vilja og tengslanet til að gera heiminn betri.

Valgeir Þorvaldsson

Ég styð Höllu vegna þess að hún er heiðarleg og traust með mikla alþjóðlega yfirsýn og einstaka leiðtogahæfileika.

Ragnheiður Aradóttir

Ég kýs Höllu Tómadóttur af því að ég er viss um að hún sé með hina fullkomnu reynslu og bakgrunn til að vinna að jafnréttis- , umhverfis- og auðlindarmálum með atvinnulífinu - okkur öllum til heilla.

Margrét Dagmar Ericsdóttir

Halla kallar fram það besta í þjóðinni, sameinar okkur sem sterka heild. Ég styð Höllu.

Hekla Gaja Birgisdóttir

Ég vil öfluga konu fyrir forseta.

Harpa Tómasdóttir

Halla er vel menntuð með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Ég veit að Halla yrði frábær forseti sem við getum verið stolt af, þess vegna kýs ég Höllu.

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

Ég er ekki í nokkrum vafa um það hvern ég kýs. Höllu á Bessastaði!

Helga María

Halla talar fyrir gildum sem hitta mig algjörlega í hjartastað. Hún talar fyrir jafnrétti, mennskunni, hugrekki og mikilvægi þess að byggja brýr og sameina þjóðina. Ég trúi því að hún hafi þá mannkosti sem við Íslendingar getum verið stolt af hjá þjóðarleiðtoga okkar.

Hilda og Jóna

Við styðjum Höllu í embætti forseta Íslands.

Gunnar Jóhannsson

Ég styð Höllu!

Lára Árnadóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta. Halla er réttsýn, hugrökk og góður leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Ég treysti henni til að hafa velferð lands og þjóðar að leiðarljósi í störfum sínum sem komandi forseti.

Eyþór Guðjónsson

Við þurfum forseta sem er með opið og hreint hjarta eins og Halla er.

Svava Kristinsdóttir

Halla, leiðarljós Íslands á Bessastöðum

Birta Kaldal

Halla er mín kona.

Þóra Hlín Friðriksdóttir

Við þurfum forseta sem brennur af ástríðu fyrir þjóðinni sinni og það gerir Halla svo sannarlega.

Vernharð Guðnason

Halla er einstaklega vel gerð manneskja. Heiðarleg og lætur sig skipta málefni sem varða okkur öll á svo jákvæðan hátt að eftir er tekið, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Ég treysti Höllu til að vera forseti allra Íslendinga, alltaf.

Ellert Finnbogason

Ég styð Höllu.

Eva Mattadóttir

“Ég treysti Höllu fyrir framtíð þjóðarinnar. Það eru forréttindi fyrir okkur sem þjóð að fá svona hæfan frambjóðanda í hendurnar.”

Kolbrún Hrund Víðisdóttir

Kjarnakonan Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði

Birna Jónsdóttir

Halla er með skýra sýn á það sem hún vill gera í embætti, að gera gagn fyrir land og þjóð og komandi kynslóðir.

Arnar Halldórsson

Enginn vafi. Halla er minn forseti.

Tinna Lind Hallsdóttir

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins í kringum sig til dirfsku og framfara.

Þorbjörg Helgadóttir

Ég vil öfluga konu á Bessastaði. Halla Tómasdóttir fær allan minn stuðning.

Guðmundur Ingi Skúlason

Halla er hugrökk og heiðarleg. Þess vegna vil ég Höllu sem forseta.

Eva Dögg Kristinsdóttir

Ég styð Höllu.

Þröstur Heiðar Líndal

Ég vil kjósa til forseta hlýja manneskju sem hefur raunverulegan áhuga á fólki. Ég treysti Höllu til að vera sú manneskja.

Gunnur Helgadóttir

Halla er framúrskarandi leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Sem forseti yrði hún okkur til sóma bæði innanlands sem utan. Halla hefur líka einstakan hæfileika til að ná til og hlusta á sjónarmið allra kynslóða og skilur að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari saman.

Gunnhildur Peiser

Halla er með reynsluna og tengslanetið sem þarf á Bessastaði.

Helgi Már Herbertsson

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins kringum sig til dirfsku og framfara.

Margrét Sif Sigurðardóttir

Ég treysti Höllu!

Svanfríður Þórðardóttir

Ég hef dáðst að Höllu Tómasdóttir fyrir fágaða framkomu, hlýleika og víðsýni. Er sannfærð um að hún verður frábær forseti sem þjóðin getur verið stolt af sem fulltrúa sínum. Hún er minn forseti.

Magnús Ingi Óskarsson

Halla er með reynsluna og tengslanetið sem þarf á Bessastaði.

Margrét Guðmundsdóttir

Ég bara treysti Höllu!

Thorsteinn Gudbrandsson

Ég treysti Höllu til að vinna landi og þjóð til gagns. Hún hefur allt til brunns að bera sem leiðtogi þarf á að halda.

Reynir Valbergsson

Halla er minn forseti.

Helga Þórðardóttir

Halla býr yfir einstakri hlýju og hefur raunverulegan áhuga á fólki.

Ragnhildur Ágústsdóttir

Halla Tómasdóttir er ekki bara heiðarleg, hugrökk og öflug kona með góð og rétt gildi heldur hefur hún að baki stórkostlegan feril þar sem hún hefur sýnt og sannað að hún lætur verkin tala. Ég treysti engum betur til að verða forseti Íslands.

Rakel Jóhannsdóttir

Halla á Bessastaði.

Haraldur Þráinsson

Ég treysti Höllu sem næsta forseta - áfram Halla!

Svanur Snær Halldórsson

Halla er vel menntuð kona með öflugt alþjóðlegt tengslanet og hefur metnað til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Freyja Dís Jóhannsdóttir

Ég treysti Höllu!

Jón Björnsson

Mig langar að hafa forseta sem er sannur leiðtogi og hefur kraft til að breyta hlutunum í gegnum góð gildi. Það er Halla.

Árni Long

Loksins kom að því. Akkúrat manneskjan í embættið. Engin annar sem kom upp í hugann þegar núverandi forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram aftur.

Ylfa Rán Kjartansdóttir

Ég treysti Höllu til að takast á við þetta verkefni, hún er frábær!

Lilja Magnúsdóttir

Við þurfum betri lausnir í breyttum heimi með nýjum leiðtoga.

Elna Ólöf Guðjónsdóttir

Halla býr yfir einstakri hlýju og hefur raunverulegan áhuga á fólki. Ég treysti henni til að sameina þjóðina um forseta sem við getum öll verið stolt af.