Við styðjum Höllu Tómasdóttur í framboði
til forseta Íslands

Við viljum hugrakkan, heiðarlegan og hlýjan forseta og treystum Höllu best til að vera í senn sameiningartákn þjóðar og leiðtoga sem stendur í fæturna ef þurfa þykir.

Vilt þú birtast hér?

Senda nafn og mynd

Surya Mjöll Agha Khan

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Guðjón Sigurðsson

Ég styð Höllu!

Reynir Valbergsson

Halla er minn forseti.

Auður Björk Guðmundsdóttir

Halla hefur sýnt það og sannað í sínum störfum að í henni býr öflugur leiðtogi. Hún er kraftmikil, hugrökk, eldklár og hjartahlý. Halla yrði frábær forseti; forseti sem mun fylla þjóð sína stolti í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur.

Agnes Gunnarsdóttir

Ég treysti Höllu til góðra verka.

Daníel Örn Hinriksson

Ég styð Höllu!

Eydís Eyjólfsdóttir

Ég styð Höllu. Halla er traust, heiðarleg, auðmjúk, yfirveguð og talar faglega um málefni og landið okkar. Við þurfum forseta sem sameinar fólk og við getum verið stolt af.

Anna Sigríður Blöndal

Ég styð Höllu.

Þrúður Helgadóttir

Ég styð Höllu.

Margrét Pála Ólafsdóttir

Halla trúir á jafnrétti fyrir alla og hefur lagt mikilvæg lóð á vogarskálar jafnréttis- og menntamála með sínum störfum. Hún er hugrökk og með góða tilfinningagreind og þannig forseta vil ég.

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir

Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði vegna hennar mörgu góðu mannkosta og leiðtogahæfileika. Ég treysti henni fullkomlega til að halda utan um íslensku þjóðina og einnig að stuðla að því að auka farsæla vegferð okkar með alþjóðasamfélaginu. Kjósum forseta sem við munum vera stolt af.

Vernharð Guðnason

Halla er einstaklega vel gerð manneskja. Heiðarleg og lætur sig skipta málefni sem varða okkur öll á svo jákvæðan hátt að eftir er tekið, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Ég treysti Höllu til að vera forseti allra Íslendinga, alltaf.

Ingunn Jónsdóttir

Ég vil vel menntaða konu með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Leiðtoga sem leiðir fólk saman og virkjar hugrekki og hugvit okkar allra til góðs, heima og að heiman.

Árni Long

Loksins kom að því. Akkúrat manneskjan í embættið. Engin annar sem kom upp í hugann þegar núverandi forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram aftur.

Lilja Hilmarsdóttir

Ég tel að það muni styrkja stöðu Íslands í jafnréttismálum að fá konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta! Halla hefur til að bera yfirgripsmikla þekkingu og víðsýni á alþjóðamálum sem mun nýtast vel í æðsta embætti þjóðarinnar!

Guðrún Pétursdóttir

Ég hef þekkt og unnið með Höllu í 25 ár. Þvílík uppspretta hlýju, orku, samhyggðar, hugsjóna og hugrekkis! Fyrir löngu spurði útvarpskona mig um Höllu og ég svaraði því til að þjóð væri heppin sem eignaðist eina Höllu á öld. Síðan hefur hún bætt við sig reynslu, næmi og dýpt. Við erum lánsöm að geta kosið hana sem forseta. Það ætla ég að gera.

Gunnar Jóhannsson

Ég styð Höllu!

Gunnhildur Peiser

Halla er með reynsluna og tengslanetið sem þarf á Bessastaði.

Sonja Sigurjónsdóttir

Ég bara treysti Höllu.

Fjóla Kristinsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta Íslands. Halla hefur einstaka leiðtogahæfileika er réttsýn og hlý ég treysti Höllu til að sameina þjóðina, vera verndari almennings og bera hróður lands og þjóðar á erlendri grundu.

Friðrika Sigvaldadóttir

Halla er hlý og sterk og ég treysti henni til að standa í hælana og opna faðminn þegar á reynir.

Leifur Eyjólfur Leifsson

Halla er minn forseti.

Ingunn Svala Leifsdóttir

Ég kýs Höllu því að hún hefur reynsluna og hugrekkið til að gera gott samfélag enn betra.

Kolbrún Hrund Víðisdóttir

Kjarnakonan Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði

Hrönn Bergþórsdóttir

Ég styð Höllu.

Daði Lárusson

Ég vil öfluga konu á Bessastaði. Halla er mikil fyrirmynd, hefur gríðarlega gott tengslanet og hefur metnað til að styrkja stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ég styð Höllu til forseta.

Hjörtur Aðalsteinsson

Ég styð Höllu vegna þess að við þurfum heimsborgara í samstæðum sokkum sem getur fært okkur alþjóðleg tækifæri eins og Ólafur Ragnar gerði með stæl enda á Ísland að vera land nr. 1 í heiminum.

Ólöf Ólafsdóttir

Ég styð Höllu!

Bára Kristinsdóttir

Halla vill leggja málefnum eins og jafnrétti og loftslagsmálum lið og hún hefur orku og getu til þess. Ég vil forseta sem hefur rödd og nýtir hana til brýnna verka og skilar í senn okkar landi og þjóð sóma.

Haraldur Þráinsson

Ég treysti Höllu sem næsta forseta - áfram Halla!

Birta Kaldal

Halla er mín kona.

Dögg Hjaltalín

Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að vinna með Höllu og sjá hvers hún er megnug. Halla er sannur leiðtogi sem hrífur fólk með sér til að takast á við þau verkefni sem þarf að vinna. Halla hefur ótrúlega útgeislun og allt sem ég tel að góður forseti þurfi að hafa fram að færa.

Ásgeir Már Jakobsson

Ég treysti Höllu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Helga Tómasdóttir

Halla er hugrökk, hlý og heiðarleg. Hún er fæddur leiðtogi sem mun sameina íslensku þjóðina og láta gott af sér leiða. Ég kýs Höllu og hvet ykkur til að gera það líka.

Lára Árnadóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttir til næsta forseta. Halla er réttsýn, hugrökk og góður leiðtogi og hefur lengi verið mín fyrirmynd. Ég treysti henni til að hafa velferð lands og þjóðar að leiðarljósi í störfum sínum sem komandi forseti.

Sigurjón Alfreðsson

Halla og Björn yrðu frábær á Bessastöðum.

Guðmundur Ingi Skúlason

Halla er hugrökk og heiðarleg. Þess vegna vil ég Höllu sem forseta.

Inga Rut Karlsdóttir

Ég styð Höllu Tómasdóttur heilshugar. Hún er heiðarleg, vinnusöm, óhrædd við að taka á erfiðum málum og vel gerð manneskja í alla staði.

Guðný Pálsdóttir

Ég vil fallega, duglega og hjartahlýja konu sem veit hvað lífið er og Halla Tómasdóttir er sú sem ég myndi treysta fyrir landi og þjóð

Tinna Lind Hallsdóttir

Halla er hugmyndarík, jákvæð og skapandi manneskja, sem hefur frábært lag á að virkja sköpunargáfu fólksins í kringum sig til dirfsku og framfara.

Vilborg Gunnarsdóttir

Ég fagna því mjög að Halla taki slaginn og bjóði sig fram í þetta mikilvæga þjónustuhlutverk. Betri forseta getum við ekki fengið.

Guðrún Bjarnadóttir

Halla er heiðarleg og hugrökk, en þó framar öllu einstaklega hlý fjölskyldumanneskja með mikla samhyggð og raunverulegan áhuga á fólki.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Halla Tómasdóttir hefur hugrekki til að styðja við þjóðina. Ég treysti engum betur en Höllu til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar í embætti forseta Íslands.

Jóhann Hjartarson

Ég styð Höllu!

Hólmfríður Rut Einarsdóttir

Fagna því að Halla bjóði sig fram, sýn hennar og hugrekki mun nýtast landi og þjóð einstaklega vel.

Lilja Ragnarsdóttir

Ég vil öflugan einstakling á Bessastaði Halla geislar af krafti, heiðarleika og áræðni, hún er talsmaður jafnréttis fyrir alla. Þess vegna styð ég Höllu.

Ruth Elfarsdóttir

Við þurfum forseta sem er með skýra framtíðarsýn og skuldbindingu til jákvæðra breytinga fyrir samfélagið og umhverfið. Ég tel að Halla sé rétta manneskjan. Hún er fyrirmynd fyrir bjarta framtíð komandi kynslóða.

Ylfa Rán Kjartansdóttir

Ég treysti Höllu til að takast á við þetta verkefni, hún er frábær!

Brynja Andreassen

Halla er flott og frambærileg kona sem hefur mikla útgeislun, er vel menntuð með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Hún er hugrökk, hlý og heiðarleg og hefur einstaka reynslu af því að leiða fólk saman til jákvæðra framfara. Hún mun taka utanum þjóðina, virkja visku hennar, hugrekki og sköpunargáfu til þess að gera gagn og láta gott af sér leiða.

Helgi Ólafsson

Halla Tómasdóttir er einfaldlega frábær valkostur í kjöri til forseta Íslands. Hún er framsækin, hvetjandi og skemmtileg og mun alltaf vera góður fulltrúi Íslands innanlands sem utan.

Valdís Arnarsdóttir

Halla er heiðarleg, traust og réttsýn. Hún er frábær fyrirmynd sem fer í öll verkefni af heilum hug með mennskuna og gleðina að leiðarljósi.

Karl Sigfússon

Halla er vel menntuð með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Þegar ég horfi á hana sé ég leiðtoga sem virkjar hugrekki og hugvit okkar allra til góðs, heima og að heiman.

Andri Heiðar Kristinsson

Halla er mögnuð kona sem yrði landi og þjóð til mikils sóma sem næsti forseti Íslands!

Ásgerður Ólafsdóttir

Halla er með fallega framkomu, einstakt hugrekki, fjölbreytta reynslu, falleg gildi, og einlægan áhuga á velferð fólks. Hvet alla til að hlusta á viðtöl sem bjóðast á miðlum landsins. Lesið líka endilega bókina um hugrekki. Aldrei hitt þau hjónin svo tengsl eru ekki ástæða fyrir valinu.

Svandís Ragnarsdóttir

Ég kaus Höllu síðast og mun svo sannarlega gera það aftur. Hún verður glæsilegur forseti, ofurklár og flott og með svo fallega nærveru. Áfram Halla!

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir

Við þurfum hressandi vítamínsprautu á Bessastaði sem talar fyrir friðsamri þjóð, mannréttindum og jafnrétti, sem sameinar okkur öll, bæði innfædda og aðflutta. Halla hefur ekki aðeins starfað hér heima heldur unnið út um allan heim sem hefur gefið henni gríðarlegt tengslanet sem hún getur nýtt sér í embættinu. Halla er réttsýn, bjartsýn og einstaklega jákvæð.

Rakel Hrund Ágústsdóttir

Halla hefur sýnt og sannað með verkum sínum að hún er kraftmikil og réttsýn kona. Störf hennar hafa byggt á heið­ar­leika, rétt­læti, jafn­rétti og virð­ingu. Þannig forseta vil ég fá.

Jonás Enrique Alvarez Rama

Ég þekki Höllu og treysti henni til góðra verka.

Margrét Guðmundsdóttir

Ég bara treysti Höllu!

Þórunn Einarsdóttir

Halla fyrir mig, ekki láta halla á mig.