Samhent og
skapandi þjóð

Ég trúi á samfélag sem hefur hugrekki til að virkja sköpunarkraft sinn til framfara á grunni friðsældar, jafnréttis og sjálfbærni.

Samhent og skapandi þjóð

Ég trúi á samfélag sem hefur hugrekki til að virkja sköpunarkraft sinn til framfara á grunni friðsældar, jafnréttis og sjálfbærni.

Við styðjum Höllu

Við treystum engum betur fyrir því krefjandi starfi að vera
sameiningartákn þjóðarinnar. Við styðjum Höllu!
supporter
Guðjón Sigurðsson
supporter
Aron Jóhannsson
supporter
Vaka Njálsdóttir
supporter
Rannveig Guðmundsdóttir

Um Höllu

Halla er alin upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja í Skagafjörð og á Vestfirði.
Halla er gift Birni Skúlasyni og saman eiga þau tvö börn.

Greinar og viðtöl

Brúarsmíði á Bessastöðum

Ég ber mikla virðingu fyrir brúarsmiðum, þessu magnaða handverksfólki sem hefur frá örófi alda aukið öryggi samborgara sinna og stytt vegalengdir milli áfangastaða. En ég ber líka ómælda virðingu fyrir fólki sem hefur helgað líf sitt brúarsmíði milli kynslóða og þjóðfélagshópa. Í Þetta helst að þessu sinni fjalla ég um kynslóðajafnrétti og tæpi síðan á opnun kosningaskrifstofu í Ármúla 13 á laugardag klukkan 14 og heimsókn upp á Akranes á mánudag með opnu húsi klukkan 18.
Skoða

Hugrekki er ákvörðun

Í Helstinu að þessu sinni ræði ég hvernig hugrekki getur verið val og hversu mikilvægt það er að Ísland taki ákvörðun um að vera til fyrirmyndar í heimi sem leitar lausna hvað snertir frið, jafnrétti og sjálfbærni, enda fylgi því margvísleg sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir íslenskt samfélag. Einnig kem ég inn á nauðsyn þess að rækta virkt samtal og samstarf á milli kynslóða um það hvers konar samfélagi við viljum búa í og skapa fyrir framtíðina. Dætur og synir Íslands áttu hug og hjörtu okkar Bjössa í vikunni og dagarnir voru sömuleiðis litaðir af fundahöldum og viðburðum, að ógleymdum heimsóknum í nokkur hlaðvörp!
Skoða

Heimsókn vestur á firði

Skemmtileg páskahelgi að baki með ævintýralegu ferðalagi um Vestfirði. Á Patreksfirði hittum við heimafólk í félagsheimilinu. Þaðan lá leiðin til Bolungarvíkur þar sem við héldum hádegisverðarfund í Verbúðinni. Um eftimiðdaginn ókum við til Ísafjarðar og héldum opinn fund í Hömrum. Við tók gómsætur kvöldverður heima hjá gestgjöfum okkar, Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, og í framhaldinu Aldrei fór ég suður. Í lok pistilsins ræði ég stuttlega afstöðu mína til hins mikilvæga málskotsréttar forseta Íslands.
Skoða

Hvað viltu vita
um Höllu?

Af hverju býður Halla sig fram?
Halla trúir á samfélag sem hefur hugrekki til að virkja sköpunarkraft sinn til framfara á grunni friðsældar, jafnréttis og sjálfbærni. Þannig getur íslensk þjóð fundið lausnir sem víða er leitað og orðið öðrum fyrirmynd. Halla vill leggja sitt af mörkum á þeirri vegferð.
Hvaða sóknarfæri sér Halla fyrir Ísland? 
Halla telur að Íslands bíði mikilvæg tækifæri í heimi sem leitar lausna hvað snertir frið, jafnrétti og sjálfbærni. Hún er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar á heimsvísu og að slíkri ákvörðun eða vali fylgi margvísleg sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir íslenskt samfélag. Halla telur að á þessum sviðum geti hún lagst á árar svo um munar og það er meginástæða þess að hún býður sig fram á nýjan leik til embættis forseta Íslands
Hvað hefur Halla gert sem skiptir máli fyrir forsetaembættið?
Halla brennur fyrir bættum heimi og lætur verkin tala. Hún kann að beita áhrifum sínum til góðs og hefur gert það gegnum allan sinn feril, frá vinnu sem mannauðs- og breytingastjóri hjá bandarískum stórfyrirtækjum, gegnum háskólakennslu þar sem hún talar jákvæðni og kjark í hundruð nemenda, með stofnun ábyrgs fjármálafyrirtækis og ekki síst með starfi sínu hjá B Team síðustu ár.

Sem forstjóri B Team hefur hún unnið alþjóðlega að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, jafnréttis og gegnsæis. Það er gert með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og vinna að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis.

Í þessu starfi vinnur Halla með mörgum framsýnustu leiðtogum heims og er alls staðar á heimavelli.

Halla hefur einstakt íslenskt og alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, atvinnulífs og félagasamtaka þar sem hún vinnur að  framförum þvert á landamæri. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín, Newsweek setti hana á lista 150 kvenna sem hreyfa við heiminum árið 2012 og nú í mars 2024 valdi Reuters hana sem eina af þeim 20 konum á heimsvísu sem skara fram úr í loftslags- og umhverfismálum.

Þegar Halla bauð sig fram til forseta árið 2016, var í fyrstu á brattann að sækja, en svo átti hún einstakan lokasprett og hlaut tæp 28% atkvæða. Margt hefur gerst síðan. Halla gengur nú til kosninga með ómetanlega reynslu síðustu átta ára í farteskinu. Á þessum tíma hefur hún einkum starfað erlendis og hefur því öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi, einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru.

Í fyrra gaf Halla út bókina Hugrekki til að hafa áhrif, sem fjallar um það hvernig hún hefur fundið hugrekki til að hreyfa við samfélaginu. Einnig segir hún frá samstarfsfólki sem veitir henni innblástur og kennir lesendum hvernig þau geta valdeflt sig á eigin spýtur með ákveðnum aðferðum. Bókin gefur góða mynd af Höllu.
Sjá fleiri spurningar og svör

Viltu fá Höllu í heimsókn?

Halla verður á ferðinni um allt land að heimsækja vinnustaði, hópa og félagasamtök.