Ég vel að taka þátt og gera gagn

Við styðjum Höllu

Við treystum engum betur fyrir því krefjandi starfi að vera
sameiningartákn þjóðarinnar. Við styðjum Höllu!
supporter
Eva Mattadóttir
supporter
Anna Lea Friðriksdóttir
supporter
Ester Höskuldsdóttir
supporter
Erna Magnúsdóttir

Um Höllu

Halla er alin upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja í Skagafjörð og á Vestfirði.
Halla er gift Birni Skúlasyni og saman eiga þau tvö börn.

Greinar og viðtöl

Forystusætið: Vill kalla þjóðina saman til að uppfæra grunngildin

Halla Tómasdóttir leggur mikla áherslu á grundvallargildi þjóðarinnar. Forsetinn eigi að vinna eftir þeim og Bessastaðir gætu orðið heimili þeirra þar sem horft er til lengri tíma á mál sem varða alla þjóðina.
Skoða

Telja Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best

Halla Tómasdóttir þykir hafa staðið sig best í umræðunni í aðdraganda forsetakosninganna.
Skoða

Frambjóðendur svara: Halla Tómasdóttir

Það mik­il­væg­asta við embætti for­seta Íslands að mati Höllu er að for­seti tali máli þjóðar­inn­ar og setji hags­muni Íslands og Íslend­inga á odd­inn.
Skoða

Dagskráin

Sunnudagur 26. maí

Opinn fundur kl. 13:00 í Hlégarði, Mosfellsbæ

Sunnudagur 26. maí

Opinn fundur kl. 16:00 í safnaðarheimili Víðistaðakirkju Hafnarfirði

Mánudagur 27. maí

Opinn fundur kl. 20:00 í safnaðarheimili Vidalínskirkju í Garðabæ

Hvað viltu vita
um Höllu?

Af hverju býður Halla sig fram?
Halla trúir á samfélag sem hefur hugrekki til að virkja sköpunarkraft sinn til framfara á grunni friðsældar, jafnréttis og sjálfbærni. Þannig getur íslensk þjóð fundið lausnir sem víða er leitað og orðið öðrum fyrirmynd. Halla vill leggja sitt af mörkum á þeirri vegferð.
Hvaða sóknarfæri sér Halla fyrir Ísland? 
Halla telur að Íslands bíði mikilvæg tækifæri í heimi sem leitar lausna hvað snertir frið, jafnrétti og sjálfbærni. Hún er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar á heimsvísu og að slíkri ákvörðun eða vali fylgi margvísleg sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir íslenskt samfélag. Halla telur að á þessum sviðum geti hún lagst á árar svo um munar og það er meginástæða þess að hún býður sig fram á nýjan leik til embættis forseta Íslands
Hvað hefur Halla gert sem skiptir máli fyrir forsetaembættið?
Halla brennur fyrir bættum heimi og lætur verkin tala. Hún kann að beita áhrifum sínum til góðs og hefur gert það gegnum allan sinn feril, frá vinnu sem mannauðs- og breytingastjóri hjá bandarískum stórfyrirtækjum, gegnum háskólakennslu þar sem hún talar jákvæðni og kjark í hundruð nemenda, með stofnun ábyrgs fjármálafyrirtækis og ekki síst með starfi sínu hjá B Team síðustu ár.

Sem forstjóri B Team hefur hún unnið alþjóðlega að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, jafnréttis og gegnsæis. Það er gert með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og vinna að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis.

Í þessu starfi vinnur Halla með mörgum framsýnustu leiðtogum heims og er alls staðar á heimavelli.

Halla hefur einstakt íslenskt og alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, atvinnulífs og félagasamtaka þar sem hún vinnur að  framförum þvert á landamæri. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín, Newsweek setti hana á lista 150 kvenna sem hreyfa við heiminum árið 2012 og nú í mars 2024 valdi Reuters hana sem eina af þeim 20 konum á heimsvísu sem skara fram úr í loftslags- og umhverfismálum.

Þegar Halla bauð sig fram til forseta árið 2016, var í fyrstu á brattann að sækja, en svo átti hún einstakan lokasprett og hlaut tæp 28% atkvæða. Margt hefur gerst síðan. Halla gengur nú til kosninga með ómetanlega reynslu síðustu átta ára í farteskinu. Á þessum tíma hefur hún einkum starfað erlendis og hefur því öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi, einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru.

Í fyrra gaf Halla út bókina Hugrekki til að hafa áhrif, sem fjallar um það hvernig hún hefur fundið hugrekki til að hreyfa við samfélaginu. Einnig segir hún frá samstarfsfólki sem veitir henni innblástur og kennir lesendum hvernig þau geta valdeflt sig á eigin spýtur með ákveðnum aðferðum. Bókin gefur góða mynd af Höllu.
Sjá fleiri spurningar

Viltu fá Höllu í heimsókn?

Halla verður á ferðinni um allt land að heimsækja vinnustaði, hópa og félagasamtök.